Fara í efni
17.07.2025 Fréttir

Niðurstöður útboðs

Þann 10. júní sl. var birt á vef Vestmannaeyjabæjar auglýsing um sölu fjarskiptainnviða Eyglóar. 

Deildu

Var auglýsingin í framhaldinu sömuleiðis birt á vef og síðum Morgunblaðsins, á vefsíðu Vísis sem og á staðarmiðlum í Vestmannaeyjum.

Frestur til að skila tilboðum rann út á hádegi föstudaginn 11. júlí sl.

Eitt tilboð barst frá Mílu hf. og hljóðaði það upp á 705 milljónir króna.

Stjórn Eyglóar hefur samþykkt að ganga til samninga við Mílu á grundvelli kauptilboðsins.