Föstudaginn 7. mars nk. er Almar Halldórsson PISA sérfræðingur hjá Námsmatsstofnun væntanlegur til Eyja. Almar mun spá í og fara yfir niðurstöður PISA, tengja þær saman við árangur á samræmdum prófum o.fl. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Hamarsskóla kl. 14 og er háður flugsamgöngum þann daginn. Allir kennarar og aðrir sem áhuga hafa á þessum málum eru hjartanlega velkomnir og eindregið hvattir til að mæta á fundinn.
Erna Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi