Fara í efni
09.04.2021 Fréttir

Nemendur í GRV tóku þátt í átakinu Góðgerðabikarinn

Vikuna fyrir og eftir páska voru nemendur Hamarsskóla í örlitlu verkefni. 

Deildu

Verkefnið fólst i því að gera góðverk og sýna samkennd til að auka jákvæðni hjá nemendum. Átakið kallast Góðgerðabikarinn. Nemendur fengu kynningu á þessu bæði með myndböndum og einnig hafa stjórnendur gengið inn í stofur. Verkefnið gekk vonum framar.Með þessu viljum við upphefja góðmennsku og samkennd. Beina augum okkar að öllu því góða sem við gerum á hverjum degi.Í dag var svo afhending á bikarnum sjálfum. Þetta skiptið var það 4. ÍP sem fékk bikarinn og fær að hafa hann hjá sér í tvær vikur.