Auglýst er eftir umsóknum um skólavist við tvo alþjóðlega menntaskóla. Nám við skólana tekur tvö ár og því lýkur með viðurkenndu alþjóðlegu stúdentsprófi, International Baccalaureat Diploma (IB). Kennsla fer fram á ensku. Skólarnir eru:
- Alþjóðlegur menntaskóli í Fjaler í Noregi. Íslensk stjórnvöld eiga aðild að rekstri skólans og býðst skólavist fyrir einn nemanda. Nemandi þarf sjálfur að greiða uppihaldskostnað sem nemur um það bil 20.000 norskum krónum á ári og auk þess ferðakostnað. Nánari upplýsingar má finna á vef skólans: http//www.rcnuwc.uwc.org.
- Li Po Chun United World College í Hong Kong. Skólavist býðst fyrir einn nemanda. Nemandi þarf að greiða uppihaldskostnað og 35% skólagjalda eða um 470.000 ísl. kr. á ári auk ferðakostnaðar. Nánari upplýsingar er að finna á vef skólans: http.//www.lpcuwc.edu.hk.
Auglýst er eftir umsækjendum um skólavist fyrir skólaárið 2005-2006. Umsækjendur skulu hafa lokið sem svarar einu ári í framhaldsskóla, hafa gott vald á ensku og vera á aldrinum 16 - 19 ára.
Umsóknir berist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, í síðasta lagi 30. mars næstkomandi. Skóla- og símenntunardeild ráðuneytisins veitir nánari upplýsingar í síma 545 9500. Umsóknareyðublöð eru á vef ráðuneytisins, menntamalaraduneyti.is.
Menntamálaráðuneytið, 27. febrúar 2005
Fræðslu-og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar