Yfir fjörutíu starfsmenn skóla og stofnana bæjarins tóku þátt í öflugum námskeiðum á föstudag og laugardag þar sem þeir lærðu og æfðu tákn með tali. Um er að ræða tjáningarform ætlað heyrandi einstaklingum sem eiga við mál- og talörðugleika að stríða. Jafnframt var framhaldsnámskeið þar sem umfjöllunin var um boðskipti, mál og tal. Námskeiðin voru í boði fræðslu- og menningarsviðs ásamt félags- og fjölskyldusviði og voru hugsuð sem þáttur í endurmenntun starfsmanna og ætlað til þess að auka möguleika þeirra sem búa við mál- og talörðugleika að tjá sig við sem flesta. Bæjarbúar eru hvattir til að kynna sér TMT en hægt er að finna hreyfimyndir af hinum ýmsu táknum á vefsíðunni: http://www.tmt.is/forsida.htm
Fræðslu- og menningarsvið
Félags- og fjölskyldusvið