Fara í efni
03.05.2004 Fréttir

Námskeið

Að alast upp aftur Annast okkur sjálf, annast börnin okkar. Fyrirhugað er að halda 6 vikna foreldranámskeið byggt á bók Clarke og Dawson, Að alast upp aftur. Námskeiðið fjallar um
Deildu

Að alast upp aftur

Annast okkur sjálf, annast börnin okkar.

Fyrirhugað er að halda 6 vikna foreldranámskeið byggt á bók Clarke og Dawson, Að alast upp aftur. Námskeiðið fjallar um uppeldi barna og uppeldishlutverk foreldra út frá víðum sjónarhóli og er tilgangur námskeiðsins að hjálpa foreldrum að hjálpa sjálfum sér og börnum sínum á þann hátt sem gagnast þeim. Námskeiðið hentar öllum sem koma að uppeldi barna, allt frá þeim sem eiga von á barni til foreldra unglinga, en einnig kennurum, leikskólakennurum, dagmæðrum, heilbrigðisstarfsmönnum og fleiri.

Námskeiðið er 12 kennslustundir og er kennt 1 x í viku í Athvarfinu í Þórsheimili. Leiðbeinandi er Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi. Verð kr. 15.000 og eru öll námsgögn, þ.m.t. bókin Að alast upp aftur, innifalin í verði. Námskeiðið hefst um leið og tilskilinn fjöldi þátttakenda hefur náðst en lágmarksfjöldi á námskeiðið er 10 manns. Þá verður tímasetning einnig ákveðin.

Skráning á námskeiðið fer fram hjá þjónustveri Ráðhússins í síma 488-2000.