Dagdvölin er úrræði fyrir einstaklinga sem búa í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima. Áhersla er lögð á að styðja notendur dagþjálfunnar til sjálfstæðis og sjálfræðis, ásamt því að efla færni og sjálfsbjargargetu heima og í dagdvöl, og auka lífsgæði þjónustuþega. Tekið er mið af getu hvers og eins þannig að hver og einn fái að njóta sín, finni fyrir öryggi og vellíðan. Boðið er meðal annars upp á aðstoð við böðun, æfingar og ýmis konar virkni.
Til þess að fullkomna breytingarnar mun dagdvölin fá nýtt nafn. Þess vegna óskum við eftir tillögum frá bæjarbúum að nafni á dagdvölina. Tillögurnar má senda á netfangið dagdvol@vestmannaeyjar.is merkt: Nafnasamkeppni.
