Fara í efni
13.12.2006 Fréttir

Nafn á nýjan leikskóla

Nú stendur yfir skoðanakönnun á netmiðli Frétta,
Deildu

Nú stendur yfir skoðanakönnun á netmiðli Frétta, eyjafrettir.is hvaða nafn bæjarbúa og aðrir sem hafa skoðun á málinu, vilja á nýja leikskólann við Ásaveg, sem brátt verður tekinn í notkun.
Stýrihópurinn sem vinnur að sameiningu Sóla og Rauðagerðis, hvetur alla til að taka þátt í þessari skoðanakönnun og gefa skólanum sitt atkvæði.
Forkönnun var gerð meðal foreldra, barna og starfsmanna á leikskólunum tveimur og vann stýrihópurinn síðan úr þeim tilnefningum. Alls bárust 24 mismunandi tilnefningar frá 62 aðilum.
Þau nöfn sem nú er kosið um eru: Austurgerði, Austurhlíð, Sólgerði, Sóli og Urðir.

f.h. fjölskyldu- og fræðslusviðs
Guðrún Helga Bjarnadóttir
Leikskólafulltrúi