Fara í efni
07.07.2020 Fréttir

Næstu viðburðir í “Út í sumarið”

Allir 67 ára og eldri í Vestmannaeyjum velkomnir að taka þátt

Deildu

Þriðjudagur 7.júlí kl 14

Sagnheimar og smjörþefur af þjóðhátíð. Tekið á móti hópnum í Sagnheimum (byggðasafninu) og kíkt við í Þjóðhátíðartjaldinu þar sem leynigestur spilar nokkur lög. Baldvin býður upp á kaffi og konfekt

Fimmtudagur 9.júlí kl 14

Grímur kokkur tekur á móti hópnum að Hlíðarvegi 5 og kynnir fyrirtækið. Aldrei að vita nema við fáum að smakka á einhverjum af hans frábæru framleiðsluvörum

Þriðjudagur 14.júlí kl 14

Bergþór Pálsson söngvari sækir okkur heim, nánar auglýst síðar

Ágætt væri ef þið létuð vita með mætingu á þessa síðu, fb félags eldri borgara eða í síma 488 2607

Látum fylgja með myndir af “túristaferðinni” í sl viku þar sem tæplega 50 manns áttu skemmtilegar stundir saman