Akstur utan vega bannaður.
Að gefnu tilefni vill Vestmannaeyjabær taka fram að allur akstur utan vega er bannaður í Vestmannaeyjum nema á sérstaklega skilgreindum svæðum sem eru í umsjá Vélhjólaklúbbs Vestmannaeyja. Einungis félagar í klúbbnum hafa heimild til að nota þessi svæði.Á meðfylgjandi mynd eru þessi svæði sýnd.
Stranglega bannað er að aka utan vega annarsstaðar á Heimaey m.a. á göngustígum, aflögðum vegum,fjörum, námum, losunarsvæðum o.fl stöðum.
Umgengni mótorhjólafólks hefur versnað til muna síðastliðið ár og ljóst er að ef ástandið lagast ekki neyðist Vestmannaeyjabær að grípa til róttækra aðgerða.