Fara í efni
14.10.2005 Fréttir

Mömmukvöld í Féló

Föstudaginn 14. október verður Mömmukvöld í féló. Þá er ætlunin að bjóða mömmunum að koma í féló með unglingunum sínum. Með því að gera það geta mömmurnar séð hvað við erum að gera skemmtilegt í Féló.
Deildu

Föstudaginn 14. október verður Mömmukvöld í féló. Þá er ætlunin að bjóða mömmunum að koma í féló með unglingunum sínum. Með því að gera það geta mömmurnar séð hvað við erum að gera skemmtilegt í Féló.

Það sem við ætlum að gera með mömmunum er að horfa á Idol á breiðtjaldinu, Við ætlum að kenna mömmunum að gera brjóstsykur (og suða í þeim að kaupa svona græjur), Við skorum kannski á þær í smá bandý leik, og skorum svo á þær í Sing Star.

Jæja krakkar bæði stelpur og strákar þá skorum við á ykkur að mæta með mömmur ykkar og ekki vera feimin við það.

Sáumst hress í Féló á mömmukvöldi á föstudaginn!!

af vef féló

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja