Dagskráin verður með svipuðu sniði, þ.e. fluttar verða hugvekjur og Eyjalög sungin og spiluð. Minningarstundin hefst kl. 20.00 á sunnudagskvöld og verður hægt að nálgast hlekk á hana á vef Vestmannaeyjabæjar og á Eyjamiðlunum. Við hvetjum alla Eyjamenn og Eyjavini að sameinast í fallegri stund á sunnudagskvöldið klukkan 20.00.
- Goslokanefnd -
