Fara í efni
21.02.2022 Fréttir

Miklar leysingar í vændum

Tilkynningar vegna snjómoksturs þurfa að berast til Þjónustumiðstöðvar í síma 488 2500 sem reynir af fremsta megni að sinna þeim málum sem til þeirra berast.

Deildu

Eins og allir vita hefur verið óvenju mikil snjósöfnun í Vestmannaeyjum undanfarið. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar og verktakar hafa unnið mjög gott starf í ruðningi og mokstri en alltaf má gera betur og hugsanlega verða einhverjar götur útundan þegar atgangur er mikill.

Tilkynningar vegna snjómoksturs þurfa að berast til Þjónustumiðstöðvar í síma 488-2500 sem reynir af fremsta megni að sinna þeim málum sem til þeirra berast.

Í dag er megin áhersla lögð á undirbúning á því mikla vatnsveðri sem í vændum er. Hreinsa þarf frá niðurföllum og losna við snjó þar sem hann hefur safnast upp á viðkvæmum svæðum. Er fólk hvatt til að huga að sínu umhverfi og hreinsa frá niðurföllum til að minnka líkur á tjóni af völdum vatnsveðurs.

Að gefni tilefni er hér hlekkur á það vinnulag sem viðhaft er í snjóruðningi en undanfarið hafa öll tæki og tól verið við vinnu sólarhringum saman.