Mikilvægt er að hreinsa vel frá niðurföllum (bæði þeim sem eru við húsin sem og næstu niðurföllum úti í götu), hurðum, kjallaratröppum og öllum þeim stöðum þar sem hætta er á að vatn geti safnast saman.
Hafa ber í huga að tryggingar bæta sjaldnast það tjón sem verður vegna utanaðkomandi vatns.
Staðsetningu á a.m.k. hluta af þeim niðurföllum sem eru í fráveitukerfi bæjarins má sjá inni á kortavef Vestmannaeyjabæjar undir fráveita https://map.is/vestm/
