Sú könnun sem nú var til umfjöllunar fór fram frá 3. nóvember til 17. desember. Ánægjulegt er að segja frá því að allir þættir sem undir ráðið falla eru yfir landsmeðaltali og ánægja eykst á milli ára. Þannig sögðust 92% þeirra sem afstöðu tóku vera ánægð með þjónustu Grunnskóla Vestmannaeyja, 88% með þjónustu leikskóla 83% með þjónustu við barnafjölskyldur.
Ástæða er til að fagna þessum niðurstöðum, og þá ekki síst í ljósi þess að starfsmenn eru hér að uppskera árangur erfiðis síns enda mikil áhersla verið lögð á að efla og styrkja fræðslukerfið og þjónustu við börn almennt á seinustu árum.
Á næstu dögum fjalla fagráðin um þann hluta þjónustukönnunarinnar sem að þeim snýr og verða niðurstöður gerðar aðgengilegar hér á Vestmannaeyjar.is sem og í fundargerðum ráða.
Hægt er að nálgast tölulegar upplýsingar hér: Fræðsluráð-könnun