Fara í efni
02.11.2005 Fréttir

Málþing Þátttaka er lífsstíll - Ungt fólk á Suðurlandi

Menntamálaráðuneytið, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Héraðssambandið Skarphéðinn, og Æskulýðsráð ríkisins efna til málþings, föstudaginn 4. nóvember 2005 um mikilvægi íþrótta-, félags- og tómstundastarfs fyrir ungt fólk undir yfi
Deildu

Menntamálaráðuneytið, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Héraðssambandið Skarphéðinn, og Æskulýðsráð ríkisins efna til málþings, föstudaginn 4. nóvember 2005 um mikilvægi íþrótta-, félags- og tómstundastarfs fyrir ungt fólk undir yfirskriftinni: " Þátttaka er lífsstíll - Ungt fólk á Suðurlandi".

Málþingið verður haldið í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi föstudaginn 4. nóvember nk. og stendur frá kl. 13:15-16:30.

Meðal fyrirlesara á málþinginu eru Einar Bárðarson, athafnamaður frá Selfossi, Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri SASS og Sædís Íva Elíasdóttir formaður Ungmennasambands Vestur Skaftafellssýslu.

Dagskrá málþingsins skiptist í megindráttum í tvennt, framsögur og umræður í þremur umræðuhópum og ungmennasmiðju sem munu í lok dagsins kynna niðurstöður sínar. Afar mikilvægt er að sjónarmið leiðandi aðila í starfi ungs fólks komi fram í umræðunni sem og ekki síður raddir ungmennanna sjálfra.

Til málþingsins eru sérstaklega boðaðar bæjar- og sveitarstjórnir; bæjar- og sveitarstjórar; íþrótta-, æskulýðs- og tómstundanefndir og - ráð sveitarfélaga; starfsmenn sveitarfélaga, sem vinna að íþrótta- og tómstundamálum fyrir ungt fólk og samtök ungs fólks í sveitarfélögum.

Enn fremur er félögum og félagasamtökum, sem vinna að íþrótta- og félagsmálum fyrir ungt fólk á Suðurlandi, sérstaklega boðið að taka þátt í málþinginu.

Þá er ungt fólk á Suðurlandi sérstaklega hvatt til þess að taka þátt í málþinginu.

Dagskrá málþingsins má sjá hér á heimasíðunni undir liðnum viðburðir.

Sérstök athygli er vakin á því að þess er óskað að þátttaka tilkynnist fyrir miðvikudaginn 2. nóvember nk. með því að senda tölvupóst á póstfangið hsk@hsk.is. Nánari upplýsingar um málþingið er hægt að nálgast á skrifstofu HSK í síma 482-1189.

Ekkert þátttökugjald er á málþingið.

Af vef Héraðsambandis Skarphéðins

Fræðslu- og menningasvið Vestmannaeyja.