Fara í efni
26.09.2005 Fréttir

Málþing sveitarfélaga um velferðarmál

Velferð frá vöggu til grafar. - Hvert vilja íslenskir sveitarstjórnarmenn stefna í velferðarmálum? - Heildstæð velferðarþjónusta eða afmörkuð félagsþjónusta sveitarfélaga? Fimmtudaginn 2
Deildu

Velferð frá vöggu til grafar. - Hvert vilja íslenskir sveitarstjórnarmenn stefna í velferðarmálum? - Heildstæð velferðarþjónusta eða afmörkuð félagsþjónusta sveitarfélaga?

Fimmtudaginn 29. september nk. boðar Samband íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við félagsmálaráðuneytið og Samtök félagsmálastjóra til málþings sveitarfélaga um velferðarmál. Málþingið verður haldið í Salnum í Kópavogi og hefst það kl. 9:00 - 16.30. Yfirskrift málþingsins er

Hver er staða íslenska velferðarsamfélagsins og hvernig viljum við sjá skipan velferðarþjónustunnar til framtíðar litið? Viljum við búa áfram við óbreytta verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga í velferðarmálum eða viljum við breytingar? Hvernig er hægt að veita íbúum sveitarfélaga betri, heildstæðari og hagkvæmari þjónustu? Hvernig er hægt að bregðast við því hversu ólíkar forsendur eru í sveitarfélögum til að taka við nýjum verkefnum og veita þjónustu? Hver er reynsla sveitarfélaga sem hafa yfirtekið verkefni frá ríkinu? Hvaða teikn eru uppi í umhverfinu sem við þurfum að taka tillit til við mótun stefnu í velferðarmálum?

Þetta og margt fleira verður rætt á málþingi sveitarfélaga um velferðarmál 29. sept. nk.

Á málþinginu verða flutt framsöguerindi um stöðu velferðarmála út frá ýmsum sjónarhornum, svo sem sjónarhorni sveitarstjórnarmanna, ríkisins og félagsvísindanna. Aðalmarkmið þingsins er að fá fram sjónarmið sveitarstjórnarmanna til skipunar íslenskrar velferðarþjónustu í nútíð og framtíð. Sjónarmið sem Samband íslenskra sveitarfélaga geti tekið mið af í hagsmunagæslu sinni fyrir sveitarfélög. Eftir framsöguerindi verða því umræður um velferðarmál sveitarfélaga.

Á þingið eru sérstaklega boðaðir kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum og félagsmálanefndum, framkvæmdastjórar sveitarfélaga, félagsmálastjórar og aðrir stjórnendur félagsþjónustu sveitarfélaga.

Málþingsgjald er kr. 7.000-. Innifalið í því er m.a. hádegisverður og kaffiveitingar með meðlæti.

Fimmtudaginn 29. september nk. boðar Samband íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við félagsmálaráðuneytið og Samtök félagsmálastjóra til málþings sveitarfélaga um velferðarmál. Málþingið verður haldið í Salnum í Kópavogi og hefst það kl. 9:00. Yfirskrift málþingsins er Velferð frá vöggu til grafar.

Dagskrá málþingsins er eftirfarandi:

Kl. 08:30-09:00 Skráning

Kl. 09:00-10:30 Setning málþingsins Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga

  • Hvað einkennir velferðarsamfélag?
  • Jón Björnsson, sálfræðingur og rithöfundur
  • Staða einstaklingsins í velferðarsamfélaginu.
  • Elísabet Jökulsdóttir skáld
  • Staða íslenska velferðarsamfélagsins og framtíðarsýn
  • Árni Magnússon félagsmálaráðherra
  • Stefnumótun í velferðarmálum í breytilegu umhverfi
  • Dr. Freydís Freysteinsdóttir lektor

Kl. 10:30-11:00 Kaffihlé

Kl. 11:00-12:00

  • Hvert vilja íslenskir sveitarstjórnarmenn stefna í velferðarmálum?
  • Heildstæð velferðarþjónusta eða afmörkuð félagsþjónusta sveitarfélaga?
  • Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar
  • Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi
  • Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs

Kl. 12:00-13:00 Matarhlé

Kl. 13:00-14:00

Reynsla sveitarfélaga af yfirtöku velferðarþjónustu frá ríkinu og samþættingu á þjónustu

  • Jakob Björnsson, bæjarfulltrúi og formaður félagsmálaráðs Akureyrarbæjar
  • Albert Eymundsson, bæjarstjóri á Hornafirði

Samvinna milli sveitarfélaga um velferðarþjónustu · Reinhard Reynisson, bæjarstjóri Húsavíkurbæjar, um félags- og skólaþjónustu Þingeyinga

Kl. 14:00-16:00

Umræður í smærri hópum um mikilvægustu úrlausnarefnin í velferðarmálum sveitarfélaga. Málþingsgestir geta komið með tillögur að umræðuefni og þeir raða sér í umræðuhópa eftir því hvaða úrlausnarefni þeir telja áhugaverðast að ræða. Þeir sem hafa vakið máls á umræðuefni stjórna umræðum og gera grein fyrir niðurstöðum í lokin.

Kl. 16:00-16:30

Samantekt umræðustjóra . Niðurstöður verða jafnframt teknar saman og birtar eftir þingið.

Málþingsstjóri er Anna G. Björnsdóttir sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs sambandsins.

Málþingsgjald er kr. 7.000. Innifalið í því er m.a. hádegisverður og kaffiveitingar með meðlæti.

Skráning fer fram á http://www.samband.is/form.asp?id=1676 til 27. september nk.

Fræðslu - og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.