Þátttakendur voru frá tíu sveitarfélögum víðs vegar um landið og þótti heppnast einstaklega vel að sögn gesta og ekki skemmdi fyrir brakandi blíða þessa daga.
Fjallað var um fjölbreytt og hagnýt málefni sem brenna á fagfólki í mannauðsmálum, má þar nefna mælaborð mannauðs og tölfræði, leiðtogaskóla fyrir stjórnendur, faglega teymisvinna ásamt lögfræði málefnum sem snúa að mannauðsmálum. Þá var erindi frá bæjarstjóra Vestmannaeyja og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Vera lífsgæðasetur kynnti sína þjónustu sem tengjast mannauðsmálum sveitarfélaga og Kvan sá um að styrkja stjórnendur í starfi.
