Fara í efni
27.04.2018 Fréttir

Malbikun og lokun gatna

Eitt af vorverkunum er malbikun og lagfæring gatna.  Nú er komið að malbikun á Friðarhafnarkanti, Hlíðarvegi, Hásteinsvegi og Hólagötu ásamt fleiri svæðum.  
Deildu

Því má búast við lokun þessara gatna og jafnvel nálægra svæða á meðan undirbúið er undir malbik og á meðan malbikað er.  Við biðjum fólk að sýna tillitssemi og biðlund meðan á þessu stendur.

Helstu lokanir eru:

Hlíðarvegur 2-8 maí

Hásteinsvegur og Hólagata 7-9 maí

Heiðarvegur (Bessastígur suður að Kirkjuvegi) Fræsing 3. maí, malbikun 8. maí.

Friðarhafnarkantur 2.-8. maí

Þessar dagsetningar eru háðar samgöngum og gætu því breyst en við biðjum fólk að vera á varðbergi gagnvart lokunum og virða lokanir og vinnusvæði.

 

Umhverfis- og framkvæmdasvið.