Fara í efni
30.05.2012 Fréttir

LÝSING Á SKIPULAGSVERKEFNI

Bæjarstjórn Vesmannaeyja samþykkti þann 23 maí s.l. að kynna Lýsingu á Deiliskipulagi með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsing skipulags á hafnarsvæði H-1 - Strandvegur 102 og nærumhverfi loðar.
Deildu
 
Í Lýsingu koma fram áherslur, upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu skipulags og fyrirhugað skipulagsferli. Lýsing liggur frammi í safnahúsi Ráðshúströð, hjá umhverfis- og framkvæmdasviði að Tangagötu 1, 2. hæð og á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar, www.vestmannaeyjar.is.
Nánari upplýsingar gefur Skipulags- og byggingarfulltrúi á skrifstofu sinni að Tangagötu 1.