Fara í efni
04.08.2021 Fréttir

Lundaveiði 2021

Lundaveiðitímabilið 2021 er á milli 7. og 15. ágúst.

Deildu

Vestmannaeyjabær vill minna á að Lundaveiði er einungis heimil þeim sem til þess hafa gilt veiðikort og eru skráðir meðlimir í veiðifélagi sem hefur nytjarétt á tilteknum svæðum. Þó er almenningi heimil veiði í Sæfelli skv. reglum Vestmannaeyjabæjar.

Lundaveiðimenn hafa sýnt ábyrgð í veiðum s.l. ár og veiðimenn áfram hvattir til að standa vörð um nátturuna og að ganga fram af hófsemi við veiðarnar. Við hvetjum alla til að hafa í huga að veiði er í samofin menningu eyjanna og í sambúð við aðra náttúruunnendur eins og t.d. ferðamennsku og eru veiðimenn sem og aðrir hvattir til að ganga um lífríki Eyjanna með kærleik og virðingu.