Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar tilkynnir hér með að lundaveiðar eru bannaðar um ótilgreindan tíma eða þar til umhverfis- og skipulagsráð heimilar slíkar veiðar. Um er að ræða skipulagssvæði Vestmannaeyjabæjar sem nær til Heimaeyjar, allra úteyja og skerja.
Vestmannaeyjum 23. júní 2009.
Ólafur Þór Snorrason
Framkvæmdastjóri