Fara í efni
22.08.2012 Fréttir

Lokun á Friðarhafnarbryggju

Lokun á vesturkanti/vegi í Friðarhöfn

Vegna framkvæmda við flutning og sjósetningu á holræsalögn, sem liggur nú á vestur bryggjukantinum í Friðarhöfn, verður vegurinn frá „Skýlinu“ og út á Eiði lokaður seinnipart næstkomandi föstudags fram á laugardag.

Deildu

 Það eru vinsamleg tilmæli að lokun þessi verði virt, enda stendur framkvæmdin og fellur með því, að henni ljúki sem fyrst.

Beðist er velvirðingar á þeirri truflun sem af þessu verður, sérstaklega er varðar atvinnustarfsemi á svæðinu.

Með kveðju

Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar