Á lokahófinu var farið yfir alla viðburði sumarsins með myndasýningu. Boðið var upp á gítarspil, söng og stemningu eins og Jarli einum er lagið. Einnig var boðið upp á glæsilegar veitinga frá Einsa Kalda. Mjög góð þátttaka hefur verið í verkefninu í sumar og viljum við þakka öllum fyrir sumarið sem hafa mætt og gert sér glaðan dag með okkur.
Thelma og Kolla
