Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Vestmannaeyjum árið 2007 í Bæjarleikhúsinu við Heiðarveg miðvikudaginn 26. apríl kl. 13
Nemendur 7. bekkja í Grunnskóla Vestmannaeyja hafa unnið að undirbúningi lokahátíðarinnar frá því í haust. Þeir hafa æft upplestur undir stjórn kennara sinna og munu átta nemendur, sem komust í úrslit í skólanum, keppa við nemendur úr grunnskólanum í Þorlákshöfn. Lesið verður upp úr verkum þekktra íslenskra höfunda, bæði bókmenntatexta og ljóð.
Bæjarbúar eru eindregið hvattir til að fjölmenna á lokahátíðina, því hér er um að ræða ánægjulegan viðburð þar sem ungt fólk kemur fram og sýnir á sér sínar bestu hliðar í framkomu, upplestri og framsögn.
Fjölskyldu- og fræðslusvið