Á fundi Umhverfis- og skipulagsráði þann 16. maí s.l. var dregið úr innsendum umsóknum um lóðir við Litlagerði. Alls bárust tíu umsóknir um þær fjórar lóðir sem í boði voru. Eftirtaldir aðilar hlutu lóð skv. útdrætti.
- Litlagerði 21 - Guðmundur Richardsson
Til vara - Arnar Richardsson - Litlagerði 23 - Arnar Richardsson
Til vara - Steini og Olli ehf. - Litlagerði 25 - Steini og Olli ehf.
- Litlagerði 27 - Viðar Elíasson og Guðmunda Bjarnadóttir
Til vara - Páll Guðmundsson og Rut Haraldsdóttir
Lóðarhafar eiga að skila inn aðaluppdráttum eigi síðar en 31 ágúst 2007 og er gert ráð fyrir því að hægt verði að hefjast handa við byggingarnar í september.
Karl Gauti Hjaltason sýslumaður og Gunnlaugur Grettisson formaður ráðsins sáu um útdráttinn og voru fulltrúar umsækjenda viðstaddir.