Fara í efni
03.01.2014 Fréttir

Ljósmyndasafn Sigurgeirs afhent í Safnahúsinu á sunnudaginn.

Á sunnudaginn kemur, 5. janúar kl. 13, verður ljósmyndasafn Sigurgeirs Jónassonar ljósmyndara formlega afhent Vestmannaeyjabæ til varðveislu. 

Deildu
Athöfnin fer fram í Einarsstofu í Safnahúsinu þar sem flutt verða ávörp og flutt tónlistaratriði.

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti í sal bókasafnins að athöfn lokinni.

Allir hjartanlega velkomnir.