Leiðsögnin miðast við þá þjónstu er sveitarfélagið annast og liggja leiðir frá hafnarsvæðinu upp að upplýsingarmiðstöð, þaðan liggja svo flestar æðar. Markmiðið var að gera skilvirkar og smekklegar göngulínur og kallast verkefnið "Litaleiðir" eða "Colorcoded Walks". Nú þegar hafa söfnin verið merkt og búast má við að önnur þjónusta fylgi í kjölfarið. En framhaldið hefur nú þegar verið skipulagt og verður kortið vonandi birt von bráðar.
Hver áfangastaður hefur sinn eigin lit og einkennandi tákn. Einungis þarf að fylgja göngulínunni sem er máluð í gangstéttarhellurnar með misjöfnu millibili. Örvarnar munu koma þér á leiðarenda.
Við framkvæmdina notum við umferðarkeilur til öryggis svo ekki sé stigið í blauta málningu. Þrátt fyrir ráðstafanir hafa óhöpp átt sér stað og biðjum við gangandi vegfarendur um að virða vinnustæðið.