Um er að ræða samsýningu 8 einstaklinga úr félaginu sem er rétt um helmingur félagsmanna. Þeir sem sýna eru: Bjartey Gylfadóttir, Brynhildur Friðriksdóttir, Gíslína Dögg Bjarkadóttir, Hildur Zoega, Kristín Garðarsdóttir, Laufey Konný Guðjónsdóttir, Sigrún Þorsteinsdóttir og Steinunn Einarsdóttir.
Verkin eru unnið með margvíslegum aðferðum með akríl, vatnslitum og olíu.
Sýningin verður opnuð í Einarsstofu fimmtudaginn 3. október kl. 16 og stendur fram til miðvikudagsins 9. október.
Opið verður á opnunartíma Safnahúss sem hér segir: Á föstudeginum kl. 10-17, á laugardeginum 11-16, á sunnudeginum kl. 13-16, á mánudeginum og þriðjudeginum kl. 10-18.
Boðið verður upp á kaffi og konfekt við opnun.
Allir hjartanlega velkomnir.