Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynnir nýtt hvatningar- og átaksverkefni, Lífshlaupið. Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og verður formlega ræst þriðjudaginn 4. mars 2008. Hægt er að skrá þátttöku á vefsíðu Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is en þar gefst þátttakendum kostur á að taka þátt í:
vinnustaðakeppni frá 4. - 14. mars 2008, fyrir 16 ára og eldri
hvatningarleik fyrir grunnskóla frá 4. - 14. mars, fyrir 15 ára og yngri
einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð niður sína hreyfingu allt árið
Skrá má alla hreyfingu inn á vefinn svo framarlega sem hún nær hreyfiráðleggingum Lýðheilsustöðvar þar sem börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnir í minnst 30 mínútur á dag.
Við hvetjum alla landsmenn til þess að taka þátt í Lífshlaupinu og skapa skemmtilega stemningu og auka félagsandann á sínum vinnustað. Því óskum við eftir liðsinni ykkar til að hvetja ykkar fólk til þátttöku. Vonandi kemur meðfylgjandi veggspjald að góðum notum.
Kynnið ykkur þátttökureglur og skráningu á vefsíðu Lífshlaupsins, www.lifshlaupid.is
Samstarfsaðilar ÍSÍ vegna Lífshlaupsins eru: heilbrigðisráðuneyti, menntamálaráðuneyti, Lýðheilsustöð, Skýrr, Rás 2 og Ávaxtabíllinn.
Nánari upplýsingar um Lífshlaupið og skráningu gefur Jóna Hildur Bjarnadóttir, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ í síma: 514-4000 eða jona@isi.is
Virðingarfyllst,
ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS