Sýningin ?Líf og dauði" er sett upp í framhaldi af hugmynd, sem Hlíf Gylfadóttir er lengi búin að ganga með. Tilgangur sýningarinnar er að kynna hvernig menn umgengust dauðan áður fyrr á öldum. Hvernig var í þá daga, þegar lík stóðu uppi í heimahúsum, jafnvel vikum saman.
Hvernig fóru svo nefndar húskveðjur fram sem og aðrir siðir, sem forfeður okkar höfðu í hávegum þegar þeir kvöddu sína nánustu hinstu kveðju. Við formlega opnun munu Séra Þorvaldur Víðisson og Hlíf Gylfadóttir fræða sýningargesti um þessar hefðir. Þar á eftir verður sýnd heimildarmyndin ?Corpus Camera" eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur og Sigurjón Baldur Hafsteinsson, sem er mjög áhrifamikið verk einmitt um þetta efni. Síðar um kvöldið er fyrirhugað að sýna aðra kvikmynd, innlenda eða erlenda, sem tengist þemanu beint eða óbeint, mynd, sem höfðar þá jafnvel meira til yngra fólksins. Hver sú mynd verður hefur ekki alveg verið ákveðið og nefndin er því opin fyrir öllum góðum uppástungum.
Til stendur að sýnigin í Landlyst verði opin a.m.k. fram yfir páska og stefnt er að því að vera reglulega með fyrirlestra og kvikmyndasýningar tengdar efninu.
Þessa dagana er verið að undirbúa opnunina, sem verður síðdegis 22. janúar n.k. að undirbúningnum standa Hlíf Gylfadóttir, Séra Þorvaldur Víðisson, Þórður Svansson, Kristín Jóhannsdóttir, Andrés Sigurvinsson, Halla Einarsdóttir og Nanna Áskelsdóttir.