Síðustu ár hafa Vestmannaeyingar leyft jólaljósunum að loga áfram til 23. Janúar og með því minnumst við þess að 53 ár eru liðin frá því að gosið á Heimaey hófst.
Þessi hefð hefur skapast á síðustu árum sem skapar sérstaka stemmningu og hlýju í svartasta skammdeginu. Ljósin í kirkjugarði Vestmannaeyja munu einnig loga lengur.
Mynd er fengin að láni frá Tígli.
06.01.2026
Leyfum jólaljósunum að loga lengur
Vestmannaeyjabær hvetur bæjarbúa til þess að leyfa jólaljósunum að loga lengur.
