Fara í efni
27.01.2021 Fréttir

Létt á heimsóknartakmörknunum á Hraunbúðum

Kæru aðstandendur !Nú ættu heimilismenn að hafa öðlast vörn gegn kórónaveirunni og við teljum enga ástæðu til annars en að létta á takmörkunum hvað þau varðar.

Deildu

Starfsfólkið okkar hefur enga bólusetningu fengið og við þurfum að halda áfram að verja þau gegn smiti á heimilinu og getum ekki farið í eðlilegan farveg aftur strax.
Við setjum eftirfarandi reglur fram frá og með deginum í dag sem munu gilda þar til annað verður tilkynnt og með þeim fyrirvara að ef almannavarnir mæla með stífari eða slakari reglum munum við endurskoða þær.
· Heimsóknartímar eru áfram á milli kl. 13-17 á daginn

· EKKI er heimilt að dvelja við í sameiginlegum rýmum

· Skrá þarf nafn í gestabók við komu

· Ef þú ert með kvef, hálsbólgu, hita eða þó ekki séu nema væg flensueinkenni er ekki heimilt að koma í heimsókn

· Nota þarf grímu þegar komið er inn og á leiðinni inn í vistarveru íbúa, þá er valfrjálst að taka hana niður meðan ekki er starfsmaður í herberginu.

· Áfram þarf að gæta að ítrustu sóttvörnum s.s handþvotti og sprittun handa og að snertifletir á leiðinni að og í vistarveru íbúa séu sem fæstir.

· Við leyfum 2-3 samtals að koma í heimsókn á dag til hvers íbúa í einni eða tveimur heimsóknum. Við hvetjum fjölskyldur áfram til að ræða málin sín á milli svo ekki séu allir að koma í heimsókn á hverjum degi.

· Heimilt er að bjóða íbúa út í bíltúr eða í heimsókn en gæta þarf þess að viðkomandi íbúi spritti og þvoi hendur þegar komið er í hús aftur.

Reglur þessar gilda frá miðvikudeginum 27.janúar og þar til annað verður tilkynnt en verða endurskoðaðar næstkomandi mánudag eftir fund almannavarna með hjúkrunarheimilum. Ljóst er að einhverra vikna bið verður í að að starfsmenn verði bólusettir og að lífið geti aftur farið í sama horf og áður var.