Fara í efni
12.12.2023 Fréttir

Leikskólinn Kirkjugerði óskar eftir starfsmanni í ræstingar

Um er að ræða 100 % starf frá 1. febrúar 2024, unnið á dagvinnutíma 08:00-16:00 alla virka daga. 

Deildu

Kirkjugerði er skóli fyrir börn á aldrinum 1-4 ára. Frá febrúar 2024 verður skólinn 6 deilda með 106 nemendum.

Gerð er krafa um stundvísi, áhuga fyrir árangri og vinnusemi.

Helstu verkefni:

· Dagleg þrif á deildum, sal, kaffistofu og salernum skólans.

· Að halda viðverustöðum barna og kennara snyrtilegum.

Hæfniskröfur

· Góð hæfni í mannlegum samskiptum.

· Hreint sakavottorð.

· Samviskusemi, frumkvæði og stundvísi

Umsóknarfrestur er til og með 2. janúar 2024

Laun og kjör skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og STAVEY/Drífandi.

Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað á netfangið eyja@vestmannaeyjar.is merkt ,,Starfsmaður í þrif“.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Eyja Bryngeirsdóttir skólastjóri í síma 4882280 eða á netfangið eyja@vestmannaeyjar.is .

Hvatning er til allra áhugasamra einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 15/2020 og lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.