Nýjar skráningar- og innritunarreglur voru samþykktar hjá Bæjarstjórn 30.des.2004 og tóku þær gildi 1.janúar 2005.
Helstu breytingar eru þær að leikskólarýmum er hér eftir úthlutað eftir kennitölu, þ.e. aldri barns. Einnig falla niður tímamörk á því hvenær megi sækja um leikskólavist fyrir barnið, en áður var miðað við 6 mánaða aldur. Hér má lesa nánar um þessar reglur.
Reglur varðandi innheimtu leikskólagjalda, niðurgreiðslna og afslátta eru í endurskoðun hjá Skólamálaráði og verða niðurstöður kynntar frekar þegar þær liggja fyrir.
Leikskólagjöld og fæðiskostnaður hækkaði 1.janúar 2005 m.v. hækkun á neyslu- og launavísitölu. Nýja gjaldskrá er hægt að skoða hér.
Guðrún Helga Bjarnadóttir
leikskólafulltrúi