Auglýst er eftir leikskólakennara/leiðbeinanda í 43,75% stöðu í leikskólanum Kirkjugerði. Vinnutími er 13.00 -16.30 og er þetta því skilastaða. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 16. ágúst
Helstu verkefni:
· Vinna með börnum.
· Almenn ummönnun barna.
· Þar sem þetta er skilastaða er það í höndum viðkomandi að sinna þeim verkefnum sem þarf í lok hvers skóladags.
Hæfniskröfur:
· Leikskólakennaramenntun æskileg.
· Reynsla af vinnu með börnum æskileg.
· Áhugi á vinnu með börnum nauðsynleg.
· Hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnu við annað fólk nauðsynleg.
· Sjálfstæði, stundvísi og skipulögð vinnubrögð.
Umsóknarfrestur er til 10. júlí 2017
Umsóknir berist til Vestmannaeyjabæjar og þeim þarf að fylgja hreint sakavottorð og afrit af prófskírteini/leyfisbréfi ef það á við.
Nánari upplýsingar veitir Emma Sigurgeirsdóttir Vídó leikskólastjóri í síma 488-2280