Fara í efni
16.06.2009 Fréttir

Leikskólakennarar takið eftir

Deildarstjórar og leikskólakennarar óskast til starfa á nýstofnaða leikskóladeild fyrir 5 ára börn sem hefur starfsemi sína haustið 2009 í Hamarsskólahúsinu.
Deildu

5 ára leikskóladeild við Grunnskóla Vestmannaeyja er nýtt námsframboð fyrir 5 ára leikskólabörn í Vestmannaeyjum sem tekur til starfa á haustmánuðum. Óskað er eftir áhugasömum og framsæknum leikskólakennurum til að veita þessari deild brautargengi í samráði við skólastjóra, leikskólafulltrúa, foreldra og skólayfirvöld. Nánari upplýsingar veitir Fanney Ásgeirsdóttir skólastjóri í síma 488-2300 eða 846-4797, netfang, fanney@grv.is, http://grv.is

Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyja Ráðhúsinu 902 Vestmannaeyjum. Umsóknarfrestur framlengist til 15.júní 2009.
Guðrún Helga Bjarnadóttir leikskólafulltrúi.
ghb@vestmannaeyjar.is,