Fara í efni
15.09.2005 Fréttir

Leikskólabörnin á Sóla tóku fyrstu skóflustungurnar að nýjum leikskóla Vm.

Lúðvík Bergvinsson forseti bæjarstjórnar flutti ávarp og bauð gesti velkomna. Íbúaþing ekki síðar en í janúar. Leikskólabörnin á Sóla tóku fyrstu skóflustungurnar að nýjum leikskóla Ves
Deildu

Lúðvík Bergvinsson forseti bæjarstjórnar flutti ávarp og bauð gesti velkomna. Íbúaþing ekki síðar en í janúar.

Leikskólabörnin á Sóla tóku fyrstu skóflustungurnar að nýjum leikskóla Vestmannaeyjabæjar í dag í blíðskaparveðri. Leikskólabörnin frá hinum leikskólum bæjarins mættu ásamt starfsfólki og tóku þátt í athöfninni ásamt öðrum gestum. Lúðvík bauð börnin og gesti velkomna og flutti stutt ávarp þar sem m.a. kom fram að bæjarstjórn hefði ákveðið að halda íbúaþing. Börin af Sóla fluttu söngatriði .Sr. Þorvaldur Víðisson flutti blessunarorð. Síðan var öllum boðið upp á veitingar á eftir.

Ávarp Lúðvíks Bergvinssonar er í heild sinni hér fyrir neðan.

Ágætu bæjarbúar. Stór stund runnin upp í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Vestmannaeyjabær ræðst í að reisa leikskóla fyrir börnin í Vestmannaeyjum. Eins og allir vita eru voru bæði Kirkjugerði og Rauðagerði reistir að mestu leyti fyrir gjafafé eftir eldsumbrotin 1973.

Margir hafa lagt hönd á plóginn við að undirbúa þetta mál, fagfólk , embættismenn og stjórnmálamenn. Mikil og góð undirbúningsvinna átti sér stað þegar ræddir voru möguleikar á staðsetningu, stærð og öðru sem taka þarf tillit skv. lögum og reglugerðum. Á engan er hallað þegar ég leyfi mér að þakka Ragnari Óskarssyni fv. formanni skólamálaráðs hans hlut, svo og stjórnendum leikskólamála hér í bæ mikla og óeigingjarna vinnu við undirbúning.

Þetta er fyrsta skólastigið og það hefur verið stefna bæjaryfirvalda að gera allt sem í þeirra valdi stæði að leggja sem traustastan grunn að menntun barna okkar og ungmenna, þannig að Vestmanneyjar verði meðal fjölskylduvænustu stöðunum á landinu bæði hvað varðar skóla og umhverfi. Nú verður fyrsta skóflustungan tekin og stefna bæjaryfirvalda er að leikskólinn verði tilbúinn og kominn í gagnið næsta skólaár.

?Mennt er máttur" og með síauknum kröfum samtímans um gæði náms og samkeppnishæfni er það skylda bæjaryfirvalda að efla skólana og gera kröfur til þeirra um besta mögulegan árangur, samhliða eins fjölskylduvænu umhverfi og frekast er unnt. Við verðum að vera vakandi og opin fyrir þróun í þessum málum og í sífelldri og stöðugri endurskoðun á skóla- íþrótta- og æskulýðsmálum Vestmannaeyjabæjar einfaldlega til að standast og mæta samanburði við þau bæjarfélög sem best standa. Þannig löðum við enn frekar unga foreldra til að setjast hér að, skapa sér og sínum sem fjölbreytilegustu tækifæri til farsældar og góðrar framtíðar.

Eins og ég sagði þá er uppbygging skólanna og annarra samfélagsstofna eitt stærsta verkefni okkar bæjarstjórnarmanna og bæjarbúa. Það er því mikilvægt að kalla íbúana saman til samráðs og meirihlutinn hefur ákveðið að efna til íbúaþings ekki síðar en í janúar nk.

Andrés Sigurvinsson fræðslu-og menningarsviði Vestmanneyjabæjar.