Leikjanámskeið fyrir 6 - 9 ára börn á vegum Frjálsíþróttafélagsins Óðins og Vestmannaeyjabæjar.
Skemmtilegt sumar fyrir 6 - 9 ára.
Leikir, ratleikir, frjálsar íþróttir, knattleikir, fjöruferðir og sund.
Farið verður í ýmsa leiki og krökkunum gefst tækifæri á að kynnast ýmsum í íþróttagreinum.
Námskeiðin eru í boði eftir hádegi frá kl. 13.00 til kl. 15.30. Hvert námskeið stendur í þrjár vikur.
Verð fyrir hvert námskeið er kr. 6000 einnig er í boði að taka viku í senn verð kr.2500 Boðið er upp á 20% systkinaafslátt.
Námskeið 1 12. júní- 29. júní
Námskeið 2 03. júlí- 21. júlí
Mæting verður við malarvöllinn að Löngulág. Börnin verða að taka með sér nesti og drykk á námskeiðið.
Umsjónarmaður námskeiðanna verður Jóhann Guðmundsson íþróttakennari sími 865-9278 og Tryggvi Hjaltason sími 692-1604.
Skráning fer fram föstudaginn 9. júní frá kl. 12.00 - 14.00 í anddyri Íþróttamiðstöðvarinnar.
Greiðsla fyrir fyrsta námskeiðið við innritun en greiðsla fyrir annað á fyrsta námskeiðsdegi.