Fara í efni
08.02.2021 Fréttir

Leiðrétting vegna bókunar um frístundastyrki 2020

Vegna bókunar um frístundastyrkinn árið 2020 urðu þau mistök að rangar upplýsingar voru um nýtingarhlutfall árið 2019 sem og mismun á kostnaði milli ára.

Deildu

Hið rétta er að nýtingin árið 2020 var um 69% en um 56% árið 2019. Kostnaðarauki sveitarfélagsins jókst um 56% eða úr 11 milljónum í rúmlega 17 milljónir. Upphæð frístundastyrkjar hækkaði úr 25 þúsund krónum í 35 þúsund milli ára til einstaklinga.

Fjölgun barna sem nýta sér frístundastyrkinn milli ára stendur og er það ánægjuleg staðreynd. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

fh Vestmannaeyjabæjar

Jón Pétursson framkvæmdastjóri

fjölskyldu- og fræðslusviðs