Fara í efni
06.10.2023 Fréttir

Laust er til umsóknar starf þjónustufulltrúa í móttöku Ráðhúss

Vestmannaeyjabær auglýsir laust til umsóknar starf þjónustufulltrúa í móttöku á bæjarskrifstofu í Ráðhúsi. Um er að ræða 75 % starf sem unnið er á dagvinnutíma frá kl. 9- 15 virka daga.

Deildu

Í Ráðhúsinu fer fram þjónusta fyrir stjórnsýslu- og fjármálasvið og umhverfis- og framkvæmdasvið. Rík áhersla er lögð á góða og faglega þjónustu.

Helstu verkefni:

  • Móttaka og símsvörun
  • Afgreiðsla erinda og upplýsingagjöf
  • Aðstoð við undirbúning á viðburðum og fundum
  • Pöntun, innkaup og bókanir á vörum og þjónustu
  • Vinna við heimasíðu og samfélagsmiðla

Hæfniskröfur:

  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Skipulögð vinnubrögð
  • Tölvukunnátta
  • Sveigjanleiki
  • Tungumálakunnátta
  • Hreint sakavottorð

____________________________________________________________________________

Nánari upplýsingar um starfið veitir Eydís Ósk Sigurðardóttir, mannauðsstjóri í síma 488-2000 eða á netfangið eydis@vestmannaeyjar.is

Umsókn sendist á postur@vestmannaeyjar.is eða með rafrænum hætti í gegnum heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Umsækjandi þarf að hafa hreint sakavottorð. Umsókn skal fylgja ferilskrá og rökstuðningur afhverju viðkomandi sækist eftir starfinu.

Launakjör eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Stavey eða Drífanda stéttarfélags.

Við hvetjum alla áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 15/2020 og lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.

Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2023.