Kertaverksmiðjan Heimaey leitar að áhugasömum starfsmanni í starf stuðningsfulltrúa. Í boði eru tvær stöður, 50% framtíðarstarf, vinnutíminn frá kl. 13.00-17.00 og tímabundið 50% starf, vinnutíminn er frá kl. 8.00-12.00.
Starfið miðar að því að auka færni einstaklinga með fötlun, bæði verklega og félagslega. Mikilvægt er því að umsækjandi hafi til að bera ákveðna færni í mannlegum samskiptum og áhuga á að vinna með fólki. Einhver reynsla í vinnu með fötluðum er æskileg en ekki skilyrði. Stuðningsfulltrúi mun vinna undir handleiðslu og í nánu samstarfi við þroskaþjálfa og verkstjóra á vinnustaðnum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinn í síma 481-2905. eða Hanna í síma 488-2000.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi SFR. Umsóknarfrestur er til 1. september 2007.
Umsóknareyðublöð munu liggja frammi í afgreiðslu þjónustuvers Ráðhúss Vestmannaeyja og óskast þeim skilað á sama stað.