Fara í efni
05.12.2023 Fréttir

Laust starf í íþróttamiðstöð Vestmannaeyja

Vilt þú vinna á skemmtilegum og líflegum vinnustað?

Deildu

Starfsmaður íþróttamannvirkis

Vestmannaeyjabær auglýsir laust til umsóknar starf starfsmanns íþróttamannvirkja. Um er að ræða 50% stöðu. Unnið er á kvöld- og helgarvöktum, aðra hverja viku. Starfið hentar því einstaklega vel með námi. Um ótímabundna ráðningu er að ræða, með möguleika á hækkuðu starfshlutfalli yfir sumartímann. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf í upphafi janúar, eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni:

  • Þrif
  • Eftirlit með búnaði
  • Undirbúningur fyrir viðburði í húsi
  • Þjónusta við viðskiptavini, skólabörn, kennara, þjálfara og gesti 

Menntunar- og/eða hæfniskröfur:

  • Hafa náð 18 ára aldri
  • Standast hæfnispróf sundstaða
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi og jákvæðni
  • Sjálfstæð vinnubrögð

___________________________________________________________________________

Nánari starfslýsingu og upplýsingar má nálgast hjá Bergey Eddu Eiríksdóttir forstöðumanni í síma 488 2401 eða í tölvupósti: bergey@vestmannaeyjar.is

Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð. Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stavey/Drífanda.

Umsækjandi þarf að hafa náð 18. ára aldri.

Umsóknir ásamt ferilskrá skulu berast með tölvupósti á bergey@vestmannaeyjar.is.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.

Umsóknarfrestur er til og með 17. desmeber 2023