Fara í efni
09.11.2012 Fréttir

Laust starf á Bókasafninu.

 Auglýst er eftir starfsmanni á Bókasafni Vestmannaeyja. 
Deildu
 Um er að ræða 75% stöðu. Starfið krefst ekki sérstakrar menntunar en starfsmaðurinn þarf að hafa góða þjónustulund og vera lipur í mannlegum samskiptum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.  Umsóknarfrestur er til 18. nóvember n.k.  Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að senda umsóknir á Bókasafn Vestmannaeyja, b.t. Kára Bjarnasonar, box 20, 900 Vestmannaeyjum. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Allar nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 488 2040.