Fara í efni
25.10.2022 Fréttir

Lausar lóðir við Hvítingaveg

Vestmannaeyjabær auglýsti nýlega nýjar byggingarlóðir við Hvítingaveg lausar til umsóknar. Þrjár lóðir eru enn lausar til umsóknar. 

Deildu

Lóðirnar við Hvítingaveg eru 272 m2 að stærð og byggingarmagn 150-220m2. Byggingarnar geta verið 1 hæð og kjallari eða 2 hæðir og kjallari.

Hvítingavegur 9 – Verð = 5.000.000 kr.

Hvítingavegur 11 – Verð = 4.000.000 kr.

Hvítingavegur 13 – Verð = 4.000.000 kr.

Einungis er um að ræða byggingarétt. Önnur gjöld eins og tengigjöld, gatnagerðargjöld, eftirlitsgjöld, eða annað sem almennt fellur til við úthlutun lóða og byggingarleyfis, eru ekki innifalin í tillögunum. Lóðirnar eru afhentar í núverandi ásigkomulagi.

Lóðir og byggingarreitir eru sýndar á deiliskipulagsuppdrætti hér að neðan. Umsækjendum er bent á að kynna sér vel skilmála í greinagerð deiliskipulagsins.

Gögn með umsókn:
Um auglýsingu og úthlutun lóða gilda vinnureglur um úthlutun lóða í Vestmannaeyjum. Í reglunum eru tilgreindar kröfur til umsækjenda. Umsækjendur skulu skila inn yfirlýsingu banka greiðsluhæfni.

Lausar lóðir í Vestmannaeyjum má skoða á kortavef Vestmannaeyjabæjar https://map.is/vestm/ með því að velja „Lóðir til úthlutunar“ í valglugga í efra horni á hægri hönd.

Sækja um lóð (https://ibuagatt.vestmannaeyjar.is/login.aspx?ReturnUrl=%2f)

Greinargerð deiliskipulags (https://www.vestmannaeyjar.is/media/skipulagsmal/A1519-010-U03-Deiliskipulag-midbaejar-Hvitingavegur-og-Skolavegur.dwg.pdf)

Vinnureglur við úthlutun byggingarlóða (https://www.vestmannaeyjar.is/media/umhverfissvid/Lodauthlutunarreglur-Vestmannaeyja-Loka-31_3.pdf)