Lóðirnar við Hvítingaveg eru 272 m2 að stærð og byggingarmagn 150-220m2. Byggingarnar geta verið 1 hæð og kjallari eða 2 hæðir og kjallari.
Hvítingavegur 9 – Verð = 5.000.000 kr.
Hvítingavegur 11 – Verð = 4.000.000 kr.
Hvítingavegur 13 – Verð = 4.000.000 kr.
Einungis er um að ræða byggingarétt. Önnur gjöld eins og tengigjöld, gatnagerðargjöld, eftirlitsgjöld, eða annað sem almennt fellur til við úthlutun lóða og byggingarleyfis, eru ekki innifalin í tillögunum. Lóðirnar eru afhentar í núverandi ásigkomulagi.
Lóðir og byggingarreitir eru sýndar á deiliskipulagsuppdrætti hér að neðan. Umsækjendum er bent á að kynna sér vel skilmála í greinagerð deiliskipulagsins.
Gögn með umsókn:
Um auglýsingu og úthlutun lóða gilda vinnureglur um úthlutun lóða í Vestmannaeyjum. Í reglunum eru tilgreindar kröfur til umsækjenda. Umsækjendur skulu skila inn yfirlýsingu banka greiðsluhæfni.
Lausar lóðir í Vestmannaeyjum má skoða á kortavef Vestmannaeyjabæjar https://map.is/vestm/ með því að velja „Lóðir til úthlutunar“ í valglugga í efra horni á hægri hönd.
Sækja um lóð (https://ibuagatt.vestmannaeyjar.is/login.aspx?ReturnUrl=%2f)
Greinargerð deiliskipulags (https://www.vestmannaeyjar.is/media/skipulagsmal/A1519-010-U03-Deiliskipulag-midbaejar-Hvitingavegur-og-Skolavegur.dwg.pdf)
Vinnureglur við úthlutun byggingarlóða (https://www.vestmannaeyjar.is/media/umhverfissvid/Lodauthlutunarreglur-Vestmannaeyja-Loka-31_3.pdf)
