Fara í efni
11.10.2023 Fréttir

Laus störf í Víkinni 5 ára deild

Staða deildarstjóra og leikskólakennara/ leiðbeinanda í Víkinni laus til umsóknar.

Deildu

Við Víkina 5 ára deild eru lausar eftirfarandi stöður:

  • Staða deildarstjóra er laus til umsóknar. Starfshlutfall eftir samkomulagi 85%-100%.
  • Eftirfarandi stöður leikskólakennara / leiðbeinenda eru lausar til umsóknar:
  • Tvær hálfs dags stöður leikskólakennara
  • Afleysing í fullu starfi og í tímavinnu eftir þörfum

Staða deildarstjóra:

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun skilyrði.
  • Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, ábyrgur og áhugasamur, vera jákvæður og lipur í samskiptum og hafa sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Hafa velferð og þroska barna að leiðarljósi.
  • Reynsla af deildarstjórn í leikskóla æskileg.
  • Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð.

Meginverkefni:

  • Tekur þátt í gerð áætlana og vinnu við þróunarverkefni.
  • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni.
  • Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og ársáætlun leikskólans á deildinni.
  • Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum.
  • Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. er varðar aðlögun, dagleg samskipti, sérfræðiþjónustu og foreldraviðtöl.

Staða leikskólakennara og Staða Leikskólakennara/leiðbeinenda (Afleysing):

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Sérhæfing á leikskólastigi eða reynsla af leikskólastarfi.
  • Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, ábyrgur og áhugasamur, vera jákvæður og lipur í samskiptum og hafa sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Hafa velferð og þroska barna að leiðarljósi.
  • Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð.

Meginverkefni:

  • Vinnur að uppeldi, velferð og menntun barnanna.
  • Tekur þátt í gerð áætlana og vinnu við þróunarverkefni.
  • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna. 
  • Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Vestmannaeyjabær vill stuðla að jafnrétti kynja og hvetur því alla óháð kyni að sækja um.

Viðkomandi þurfa að geta hafið störf eftir samkomulagi.

Umsóknarfrestur er til og með 23. október 2023

Þeir sem ráðnir eru á leikskólann þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá ríkissaksóknara.

Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og leyfisbréf/prófskírteini auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni í starfið.

Umsóknir berist með tölvupósti til Guðrúnar S. Þorsteinsdóttur aðstoðarleikskólastjóra í
Víkinni - 5 ára deild á netfangið gudrun@grv.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.