Fara í efni
02.11.2005 Fréttir

Laus störf í grunn- og leikskólunum.

Vegna forfalla er laust hlutastarf íþóttakennara við Hamarsskóla í Vestmannaeyjum. Einnig er laust til umsóknar 50% starf þroskaþjálfa vi
Deildu

Vegna forfalla er laust hlutastarf íþóttakennara við Hamarsskóla í Vestmannaeyjum. Einnig er laust til umsóknar 50% starf þroskaþjálfa við sama skóla.

Upplýsingar fást hjá Halldóru Magnúsdóttur skólastjóra og Sigurlási Þorleifssyni aðstoðarskólastjóra í síma 481-2644.

Vestmannaeyjabær auglýsir einnig eftir talkennara til starfa við grunn- og leikskólana í bæjarfélaginu . Áhugavert og fjölbreytt starf í byggðarlagi þar sem áhugi er fyrir að efla samstarf milli skólastiga nemendum til heilla. Upplýsingar hjá Ernu Jóhannesdóttur fræðslufulltrúa í síma 488-2000.

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja.