Helstu verkefni:
Almenn umönnun og stuðningur við skjólstæðinga í daglegu lífi, jafnt innan sem utan heimilis. Almenn heimilisstörf. Samvinna við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila íbúa.
Hæfniskröfur:
· Starfsmenn þurfa að hafa náð 18 ára aldri
· Gerð er krafa um hreint sakavottorð.
· Kostur er að hafa reynslu og áhuga á að vinna með fötluðu fólki
· Góð samskiptafærni og þjónustulund
· Frumkvæði og samviskusemi
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Vestmannaeyja (Stavey) eða Drífanda stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til 1. apríl nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Ráðhúss og ber að skila umsóknum þangað. Umsóknir skulu merktar „Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk - sumarstarf“. Öllum umsóknum verður svarað. Með starfsumsókn skal skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá.
Upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Sigurjónsdóttir, forstöðukona Þjónustuíbúða, í síma 690-3497 eða á netfanginu ingibjorg@vestmannaeyjar.is.
Vestmannaeyjabær hvetur jafnt karla sem konur til að sækja um starfið.