Landssamtökin Þroskahjálp og Ráðgjafarmiðstöðin Sjónarhóll munu kynna starfsemi sína á fundi sem Þroskahjálp í Vestmannaeyjum hefur boðað til laugardaginn 18. mars kl. 14.00.
Fundurinn verður haldinn í sal Barnaskólans.
Gestir fundarins:
Gerður A Árnadóttir formaður Landssamtakanna þroskahjálpar
Andrés Ragnarsson formaður stjórnar Ráðgjafamiðstöðvarinnar Sjónarhóls og Hrefna Haraldsdóttir foreldraráðgjafi.
Fundarefni
- Starf og stefna Landssamtakanna Þroskahjálpar: Gerður Árnadóttir
- Kynning á starfsemi ráðgjafamiðstöðvarinnar Sjónarhóls : Andrés Ragnarsson og Hrefna Haraldsdóttir
- Umræður og fyrirspurnir
- Kaffiveitingar
- Framtíðarstarf Þroskahjálpar í Vestmannaeyjum.
Biðjum við ykkur að nýta þetta einstaka tækifæri og fjölmenna á fundinn.
ATH. Fundurinn er háður flugi í hádeginu á laugardeginum.
Félags- og fjölskyldusvið Vestmannaeyjabæjar