Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar boðar til almenns kynningarfundar n.k. þriðjudag 2. maí kl. 20:00 í fundarsal Hitaveitu Suðurnesja að Tangagötu 1.
Tilefni fundar er að þessa dagana er í auglýsingarferli deiliskipulagstillaga af íþrótta- og útivistarsvæði við Hástein. Á fundinum verður farið yfir fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu og kynnar fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu.
Nánari upplýsingar gefur skipulags- og byggingarfulltrúi Vestmannaeyja á skrifstofu sinni aðTangagötu 1.
Vestmannaeyjum, 26. apríl 2006.
Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar